Uppreist æra

Í gær samþykkti Alþingi lög sem afnámu uppreist æru úr almennum hegninarlögum tímabundið, eða til 1. janúar 2019. Það er gert til þess að gefa nýju þingi rými til þess að standa að heildarendurskoðun þeirrar löggjafar er snýr að þessu úrelta apparati – uppreist æru. Frumvarpið var liður í samningaviðræðum formanna flokkanna á þingi vegna … Meira Uppreist æra

Framboðsyfirlýsing 2017

Píratar eru breytingarafl framtíðar sem vinna í þágu gagnsæis, upplýsingafrelsis og mannréttinda. Við höfum nú þegar unnið stóra og smáa sigra í þágu þeirrar baráttu og ég trúi því að við eigum marga inni enn. Nýliðinn aðdragandi stjórnarslitanna og eftirmálar þeirra sýnir svo ekki verður um villst að tími leyndarhyggju og þöggunar er liðinn undir … Meira Framboðsyfirlýsing 2017

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri

Í dag, þann 21. mars, er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri. Dagsins er er minnst því að þennan dag árið 1960 skutu Suður Afrískir lögreglumenn í Sharpville tugi manna til bana fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega kynþáttaaðskilnaðarlögum þar í landi. Dagurinn í ár er sérlega tileinkaður baráttunni gegn hatursorðræðu og hatursglæpum. Sameinuðu þjóðirnar … Meira Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri

Dómsmálaráðherra og Dyflinnarreglugerðin

Sigríður Á. Andersen, nýsettur dómsmálaráðherra sat fyrir svörum um fyrirhugaðar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin var til komin vegna fréttar á vef Innanríkisráðuneytisins um að ráðherra hafi komið á framfæri „efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu … Meira Dómsmálaráðherra og Dyflinnarreglugerðin

Hugvekja á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis

Stutt er síðan Alþingi samþykkti loksins að fullgilda Sanning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég fagna því mikilvæga skrefi en vill þó vekja athygli á því að við erum órafjarri því að geta að fullu löggilt samninginn. Íslensk lög eru nefnilega mörg hver í öskrandi mótsögn við kröfur samningsins. Í tilefni alþjóðlegs dags um … Meira Hugvekja á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis

Vaktari vaktmannanna

Ein af mörgum ástæðum þess að ég er Pírati í hjarta er sú að Píratar hafa lengi talað fyrir sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. Í raun er það fáránleg tímaskekkja að nútíma lýðræðisríkið Ísland hafi ekki slíkt fyrirkomulag. Eins og málum er háttað núna eru litlar sem engar líkur á því að kæra gegn lögreglumanni fari alla … Meira Vaktari vaktmannanna

Loks koma kosningar

Nú hefur ríkisstjórnin loksins gefið út mögulega dagsetningu fyrir næstu Alþingiskosningar. Loksins virðist glitta í staðfestingu þess að ríkisstjórnin ætli sér að standa við loforðið sem Bjarni Ben og Sigurður Ingi gáfu þjóðinni þann 6. apríl síðastliðinn. Í rúma fjóra mánuði hefur ríkisstjórnin ekki fengist til þess að gefa upp hvenær boðað skuli til kosninga. Ef Bjarni … Meira Loks koma kosningar

Fyrsti í prófkjöri: Hvað varð um rannsókn á aðkomu íslenskra stjórnvalda að fangaflugi Bandaríkjamanna?

Þá er komið að því! Prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu hófst í dag. Prófkjörið fer fram á kosningakerfi Pírata á x.piratar.is og stendur yfir í 10 daga. Þetta er spennandi prófkjör og Píratar hafa úr mörgum góðum kostum að velja. Eins og margir eflaust vita þá hef ég boðið mig fram í prófkjörinu. Næstu daga mun … Meira Fyrsti í prófkjöri: Hvað varð um rannsókn á aðkomu íslenskra stjórnvalda að fangaflugi Bandaríkjamanna?

Viðtal í Speglinum um Búsáhaldarskýrsluna

Haustið 2014 skrifaði ég grein um klaufaleg og jafnvel ólögleg vinnubrögð lögreglunnar þegar hún afhenti fjölmiðlum afrit af samantekt sinni um aðgerðir sínar í mótmælunum frá 2008 til 2011. Greinin vakti athygli og í kjölfarið var mér boðið að ræða efni hennar í Speglinum á RÚV, viðtalið má nálgast hér. Hér að neðan má finna … Meira Viðtal í Speglinum um Búsáhaldarskýrsluna