Fyrirlestur um mannréttindi fólks með geðraskanir

Píratar stóðu fyrir málþingi um framtíð geðheilbrigðismála á Íslandi á Grand Hótel í febrúar sem leið. Á málþinginu var ég með framsögu um lögræðislögin íslensku og réttindi fólks með geðraskanir og geðfötlun. Þessi fyrirlestur er svipaður öðrum fyrirlestri sem ég hélt fyrir Geðhjálp í nóvember í fyrra undir yfirskriftinni Að ráða sér sjálfur og fjallar um mismunun lögræðislaga gagnvart fólki með geðröskun og geðfötlun. Sérstaklega þótti mér ástæða til þess að leggja áherslu á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland á eftir að fullgilda.

Myndbandið er stillt til þess að hefjast á mínu erindi en ég hvet lesendur til þess að skoða fleiri fyrirlestra frá málþinginu þar sem kappnóg var um áhugaverða framsögur um geðheilbrigðismál.

Aðrir framsögumenn á málþinginu voru:

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar
Páll Matthíasson, MD PhD, Geðlæknir
Engilbert Sigurðsson, Próf.í geðlækningum við Háskóla Íslands
Svanur Kristjánsson, aðstandandi
Kari Stefansson, Læknir
Héðinn Unnsteinsson , sérfræðingur hjá Forsætisráðuneyti