Strandhögg

Sjónvarpsþátturinn Strandhögg er sýndur klukkan níu á þriðjudagskvöldum á ÍNN.

Við Sara Þórðardóttir Oskarsson höfum umsjón með þættinum. Þátturinn er hálftími á lengd en þar er fjallað um allt mögulegt sem pírötum á Íslandi liggur á hjarta.

Strandhögg hóf göngu sína þriðjudaginn 9. febrúar 2016. Í fyrsta þætti var rætt við Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Kára Stefánsson.

Horfa má á þáttinn á ÍNN í sjónvarpinu en einnig er hægt að streyma honum beint af síðu ÍNN eða á Vimeo aðgangi ÍNN.