Um mig
Eigandi þessarar síðu er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata í Suðvestur kjördæmi. Ég hef LLB gráðu í alþjóða- og evrópulögum frá Groningen háskóla. Útskrifaðist með LLM í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti frá Háskólanum í Utrecht. Áður starfaði ég sem lausapenni hjá Kvennablaðinu og Grapevine og tók að mér rannsóknarverkefni og önnur ritverkasmíð fyrir samtök, einstaklinga og fyrirtæki. Auk þess er ég formaður Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK.