Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri

Í dag, þann 21. mars, er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri. Dagsins er er minnst því að þennan dag árið 1960 skutu Suður Afrískir lögreglumenn í Sharpville tugi manna til bana fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega kynþáttaaðskilnaðarlögum þar í landi. Dagurinn í ár er sérlega tileinkaður baráttunni gegn hatursorðræðu og hatursglæpum. Sameinuðu þjóðirnar … Meira Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri

Dómsmálaráðherra og Dyflinnarreglugerðin

Sigríður Á. Andersen, nýsettur dómsmálaráðherra sat fyrir svörum um fyrirhugaðar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin var til komin vegna fréttar á vef Innanríkisráðuneytisins um að ráðherra hafi komið á framfæri „efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu … Meira Dómsmálaráðherra og Dyflinnarreglugerðin

Hugvekja á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis

Stutt er síðan Alþingi samþykkti loksins að fullgilda Sanning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég fagna því mikilvæga skrefi en vill þó vekja athygli á því að við erum órafjarri því að geta að fullu löggilt samninginn. Íslensk lög eru nefnilega mörg hver í öskrandi mótsögn við kröfur samningsins. Í tilefni alþjóðlegs dags um … Meira Hugvekja á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis

Vaktari vaktmannanna

Ein af mörgum ástæðum þess að ég er Pírati í hjarta er sú að Píratar hafa lengi talað fyrir sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. Í raun er það fáránleg tímaskekkja að nútíma lýðræðisríkið Ísland hafi ekki slíkt fyrirkomulag. Eins og málum er háttað núna eru litlar sem engar líkur á því að kæra gegn lögreglumanni fari alla … Meira Vaktari vaktmannanna

Loks koma kosningar

Nú hefur ríkisstjórnin loksins gefið út mögulega dagsetningu fyrir næstu Alþingiskosningar. Loksins virðist glitta í staðfestingu þess að ríkisstjórnin ætli sér að standa við loforðið sem Bjarni Ben og Sigurður Ingi gáfu þjóðinni þann 6. apríl síðastliðinn. Í rúma fjóra mánuði hefur ríkisstjórnin ekki fengist til þess að gefa upp hvenær boðað skuli til kosninga. Ef Bjarni … Meira Loks koma kosningar

Fyrsti í prófkjöri: Hvað varð um rannsókn á aðkomu íslenskra stjórnvalda að fangaflugi Bandaríkjamanna?

Þá er komið að því! Prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu hófst í dag. Prófkjörið fer fram á kosningakerfi Pírata á x.piratar.is og stendur yfir í 10 daga. Þetta er spennandi prófkjör og Píratar hafa úr mörgum góðum kostum að velja. Eins og margir eflaust vita þá hef ég boðið mig fram í prófkjörinu. Næstu daga mun … Meira Fyrsti í prófkjöri: Hvað varð um rannsókn á aðkomu íslenskra stjórnvalda að fangaflugi Bandaríkjamanna?

Viðtal í Speglinum um Búsáhaldarskýrsluna

Haustið 2014 skrifaði ég grein um klaufaleg og jafnvel ólögleg vinnubrögð lögreglunnar þegar hún afhenti fjölmiðlum afrit af samantekt sinni um aðgerðir sínar í mótmælunum frá 2008 til 2011. Greinin vakti athygli og í kjölfarið var mér boðið að ræða efni hennar í Speglinum á RÚV, viðtalið má nálgast hér. Hér að neðan má finna … Meira Viðtal í Speglinum um Búsáhaldarskýrsluna