Viðtal í Speglinum um Búsáhaldarskýrsluna

Haustið 2014 skrifaði ég grein um klaufaleg og jafnvel ólögleg vinnubrögð lögreglunnar þegar hún afhenti fjölmiðlum afrit af samantekt sinni um aðgerðir sínar í mótmælunum frá 2008 til 2011. Greinin vakti athygli og í kjölfarið var mér boðið að ræða efni hennar í Speglinum á RÚV, viðtalið má nálgast hér.

Hér að neðan má finna brot úr greininni en greinina í heild sinni má nálgast hér.

Samantekt lögreglu um aðgerðir hennar í mótmælunum frá 2008 til 2011. Innihald skýrslunnar er hinn áhugaverðasti lestur og lengi mætti spá og spekúlera um tilgang og tilurð þessa skjals, sem og um viðhorf lögreglunnar almennt gagnvart mótmælendum. Það er hins vegar ekki ætlunin hér. Mig langar að skoða „lekann“ sjálfan.

Lörgreglan afhenti fjölmiðlum afrit af umræddri skýrslu í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 8. október síðastliðinn um að lögreglan skyldi veita Evu Hauksdóttur afrit af skýrslunni. Úrskurðurinn takmarkaði þó aðgengi Evu að innihaldi skýrslunnar að því leyti að nöfn og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar um marga þá sem skýrslan nefnir skuli afmáð.

Þessi gjörningur lögreglunnar, að leka skýrslunni í fjölmiðla, verður að teljast nokkuð sérstakur, ef ekki mögulega refsiverður, í ljósi þess að skýrslan inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar um nafngreinda aðila og vegna þess að lögreglu var einungis gert að afhenda Evu Hauksdóttur skjalið.

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s