Vaktari vaktmannanna

Ein af mörgum ástæðum þess að ég er Pírati í hjarta er sú að Píratar hafa lengi talað fyrir sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. Í raun er það fáránleg tímaskekkja að nútíma lýðræðisríkið Ísland hafi ekki slíkt fyrirkomulag. Eins og málum er háttað núna eru litlar sem engar líkur á því að kæra gegn lögreglumanni fari alla leið í ákæru. Tölfræðin segir okkur það. 

Ég hef verið dugleg að gagnrýna lögregluna og minna dugleg að hæla henni. Þessi framkoma mín á ekki að skiljast sem svo að ég kunni á einhvern hátt illa við lögreglumenn og -konur heldur; langflestir í lögreglunni eru frábært fólk sem vinnur vanþakkláta og illa launaða vinnu til verndar borgaranna. Ég er fylgjandi auknum fjárútlátum til lögreglunnar okkar til þess að auka menntun, hækka laun og bæta útbúnað þeirra svo þau fái best sinnt sínu mikilvæga starfi. En lögreglan ber mikla ábyrgð og hefur gríðarmikið vald í höndum sér. Án ytra eftirlits er hættan á misnotkun þessa valds töluverð.

Mig langar sérstaklega að minna á eitt mál er varðar vaktmennina okkar lögregluna. Hraunbæjarmálið, þar sem Sævar Rafn Jónasson var skotinn til bana af lögreglu eftir (að mínu mati) ámælisverða lögregluaðgerð, er dæmi um mál sem öskrar á okkur að ytra eftirliti með störfum lögreglu er þörf. Rannsókn ríkissaksóknara á aðgerðum lögreglu var ekki trúverðug, ekki hvað síst vegna þess að ríkissaksóknari er ekki sjálfstæð og óháð lögreglu. En einnig vegna þess að skýrslan sem hún skrifaði um málið var full af rangfærslum og hringrökum.

 

Ég vil meðal annars á þing fyrir Pírata til þess að beita mér fyrir því að skipuð verði sjálfstæð rannsóknarnefnd sem fer yfir atburði þessa kvölds að nýju. Sömuleiðis verður eitt mitt helsta áherslumál að koma upp raunverulegu ytra eftirliti með störfum lögreglu. Vaktmennirnir okkar eru mikilvægir en viljum við verja réttindi okkar og þeirra í réttarríki þá verður einhver að vakta þá.

 

 


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s