Löglegt en siðlaust

„Opinberu starfsmönnum okkar á ekki að standa á sama þegar íslenskt þjóðfélag er skyndilega sjúkdómsgreint með bullandi spillingu og aflandssýki. Þeir eiga ekki að þegja hver út í sínu horni. Þeir verða að bregðast við til þess að varðveita traust fólksins í landinu á kerfinu. Ráðherrar eru ekki undanskildir rannsóknum um spillingu og hagsmunapot. Rétt eins og aðrir starfsmenn ríkisins eiga ráðherrar að bera ábyrgð á störfum sínum. Rétt eins og aðrir starfsmenn ríkisins verða ráðherrar að sæta rannsókn eftirlitsstofnana þegar fram koma gögn sem gefa tilefni til rannsókna.“

„Ég vil sjá embætti ríkissaksóknara, sem fer með rannsókn á brotum opinberra starfsmanna lýsa því yfir að það ætli sér að rannsaka hvort Bjarni og Sigmundur og fleiri hafi gerst brotlegir við almenn hegningarlög. Að þeim standi ekki á sama.“

Ræða haldin á Austurvelli þann 15. maí 2016