Framboðsyfirlýsing 2017

Píratar eru breytingarafl framtíðar sem vinna í þágu gagnsæis, upplýsingafrelsis og mannréttinda. Við höfum nú þegar unnið stóra og smáa sigra í þágu þeirrar baráttu og ég trúi því að við eigum marga inni enn. Nýliðinn aðdragandi stjórnarslitanna og eftirmálar þeirra sýnir svo ekki verður um villst að tími leyndarhyggju og þöggunar er liðinn undir lok og að Pírata er þörf sem aldrei fyrr til að byggja upp vandaða stjórnsýslu framtíðarinnar.

Ég vil leggja mig alla fram við þessa vinnu og býð mig því fram til þess að leiða lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

Píratar sýndu mér það traust í fyrra að velja mig sem fulltrúa sinn á framboðslista í Suðvesturkjördæmi. Ég var kjörin á þing fyrir hönd Pírata og fyrir hönd almennings í landinu og fyrir það er ég ævarandi þakklát. Ég lít á starf mitt sem þingmaður sem mikilvægasta hlutverkið sem ég hef gegnt á ævinni. Þetta tæpa ár sem ég hef verið þingmaður hefur verið ótrúlega lærdómsríkt, krefjandi og skemmtilegt, allt í senn. Ég er reynslunni ríkari og skil miklu betur en ég gerði fyrir ári síðan, hvers ég og við Píratar erum megnug inni á þingi og sem fjöldahreyfing lýðræðissinnaðra frjálslyndra einstaklinga.

Sem þingmaður hef ég komið að mörgum málum og áorkað ýmsu í þessa átta mánuði sem þingið hefur verið að störfum. Fyrsta frumvarpið sem ég tók virkan þátt í að vinna voru ný lög um Kjararáð sem voru sett í kjölfar stjarnfræðilegrar launahækkunar ráðsins á launum þingmanna og ráðherra á kjördag. Mér tókst að sannfæra meirihluta nefndarinnar um mikilvægt breytingarákvæði þess efnis að Kjararáð skyldi lúta stjórnsýslu- og upplýsingalögum, sem var stórt skref í átt til aukins gagnsæis um störf Kjararáðs. Aðrar breytingartillögur mínar um hæfniskröfur ráðsmanna Kjararáðs, hagsmunaskráningu þeirra og birtingu fundargerða ráðsins fengu þó ekki fram að ganga. Ég lærði margt í meðförum þessa máls og sótti þekkingu í raðir þingflokksins sem og til annarra í öðrum flokkum.

Þingflokkurinn valdi mig til þess að sitja í allsherjar- og menntamálanefnd og fékk ég þar aðkomu að mörgum málum sem standa mér nærri. Má þar nefna lög um útlendinga, vopnaburð lögreglu, landsréttarmálið og lög um uppreist æru og starfsréttindi lögmanna. Ég lagði fram þingsályktunartillögu um heildarendurskoðun lögræðislaga, sem eru úrelt og brjóta á mannréttindum fólks með geðröskun og geðfötlun. Nánari upplýsingar um störf mín á þingi má nálgast hér: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1270

Um mig:

Ég er menntaður lögfræðingur, en fræðin lærði ég í fjórum háskólum víðsvegar um Evrópu (Þýskalandi, Grikklandi og Hollandi), þar sem ég sérhæfði mig í alþjóðalögum, Evrópulögum, mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti. Frá því að ég útskrifaðist með mastersgráðu frá háskólanum í Utrecht árið 2013 hef ég búið hér heima og vann aðallega sem blaðamaður og við ritstörf tengd mannréttindum áður en ég tók sæti á þingi. Síðasta verkefni mitt sem mannréttindarithöfundur var að skrifa efnið á vefsíðunni rettindagatt.is fyrir Landssamtökin Geðhjálp en á henni má nálgast upplýsingar um mannréttindi fólks með geðröskun og geðfötlun.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s